Skil & Skipti

 

 Ef þú skyldir vilja skila

Skyldir þú einhverra hluta vegna vilja skila vörunni sem þú keyptir hjá NTC þá biðjum við þig um að hafa samband við þjónustudeildina okkar með því að senda tölvupóst á online@ntc.is. Hafðu í huga að skilafrestur vöru er 14 dagar frá móttöku hennar. Taktu fram pöntunarnúmer vörunnar, daginn sem þú staðfestir kaupin og ástæðuna fyrir skilunum.

Kaupandi ber sjálfur kostnaðinn við endursendingu. Það er þitt að velja endursendingarleið vörunnar.

Vinsamlegast fylltu út meðfylgjandi eyðublað

Þegar skilavaran hefur borist okkur munum við senda þér tölvupóst.

Ef þú skyldir vilja skipta

Skyldir þú vilja endursenda varninginn og fá hana í annarri stærð er það sjálfsagt mál ef lagerstaða leyfir og tekur NTC enga þóknun fyrir. Hins vegar greiðir kaupandi sendingarkostnað.

Til að skipta vöru biðjum við þig um að hafa samband við þjónustudeild NTC, með því að senda tölvupóst á online@ntc.is og fá leiðbeiningar um næstu skref. Taktu fram á skýran hátt stærð vörunnar sem þú óskar eftir.

Vinsamlegast fylltu út meðfylgjandi eyðublað

Við bendum á að NTC getur einungis boðið upp á stærðarskipti. Viljir þú skila vörunni og fá aðra vöru í staðinn, mælum við með því að þú skilir henni og fáir endurgreiðslu á kortið þitt áður en þú verslar að nýju.

Endurgreiðslan þín

Þú færð endurgreitt með því að upphæðin verður lögð inn á kreditkortið sem notað var við kaupin. Hafi varan skemmst í flutningum frá NTC þá verður þér einnig endurgreidd upphæð sendingarkostnaðar.

Endurgreiðsla ætti að berast þér innan fimm virkra daga en það getur verið breytilegt milli kortafyrirtækja. Því miður getum við hjá NTC ekki haft áhrif á hraða og verklag kortafyrirtækja.

Reglur NTC

Allar skilavörur verða að vera nýjar, ónotaðar og með miðann fastan á.

Skilavörum sem berast NTC skemmdar, óhreinar eða breyttar frá upprunalegu útliti verður ekki tekið við og þær eru því sendar kaupanda aftur.