Sagan

NTC ehf. er fyrirtæki sem hefur í meira en 45 ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. Fyrirtækið er byggt á grunni heildsölu sem var stofnuð um miðja síðustu öld en verslunarrekstur hófst árið 1976 þegar verslunin Sautján opnaði á Laugavegi 46. NTC er skammstöfun á nafninu Northern Trading Company. 

 

Fjöldinn í NTC

NTC er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem starfrækir 12 eigin verslanir á höfuðborgarsvæðinu, vefverslun, saumastofu í Reykjavík, eigin fataframleiðslu erlendis og heildsölu sem selur fatnað til margra af betri tískuvöruverslunum á landsbyggðinni. Meðalfjöldi starfsmanna NTC er um 140.

NTC flytur inn fatnað og skó víðs vegar að í heiminum og eru flest vörumerkin vel þekkt og áberandi í Skandinavíu sem og á Bretlandseyjum, í Frakklandi og Bandaríkjunum.

Saga fyrirtækisins

NTC er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem starfrækir 12 eigin verslanir á höfuðborgarsvæðinu, saumastofu í Reykjavík, eigin fataframleiðslu erlendis og heildsölu sem selur fatnað til margra af betri tískuvöruverslunum á landsbyggðinni. Meðalfjöldi starfsmanna NTC er um 140.

NTC flytur inn fatnað og skó víðs vegar að í heiminum og eru flest vörumerkin vel þekkt og áberandi í Skandinavíu sem og á Bretlandseyjum, í Frakklandi og Bandaríkjunum.