Verslað á vefnum

 

Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með debit- og kreditkorti, Pei eða með Netgíró í Vefverslun NTC. 

 

Afhending á vöru
Við afhendingu á vöru getur þú valið á milli eftirfarandi leiða: 

  1. Heimsending 995 kr. - Frí þegar pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira
  2. Póstsending 795 kr.
  3. Póstbox (einungis á höfuðborgarsvæðinu) 495 kr.
  4. Smellla & Sækja 0 kr. 

Þú finnur nánari upplýsingar um afhendingu á vöru í skilmálum

  

Skil og Skilafrestur

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga frá móttöku vörunnar að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalega ástandi. Skyldir þú vilja skila eða skipta vörunni sem þú verslaðir hjá Vefverslun NTC þá er það ekkert mál. Þú getur annað hvort skipt vörunni í viðeigandi verslun gegn sölunótu eða haft samband við þjónustudeild okkar með því að senda tölvupóst á online@ntc.is. Endursending vöru er á ábyrð og kostnað kaupanda nema um sé að ræða ranga/gallaða vöru. Allar endurgreiðslur verða að fara í gegnum vefverslun.

 

Endurgreiðslan þín

Þú færð endurgreitt með því að upphæðin verður lögð inn á greiðslukortið sem notað var við kaupin. Hafi varan skemmst í flutningum frá NTC þá verður þér einnig endurgreidd upphæð sendingarkostnaðar. Endurgreiðslan ætti að berast þér innan fimm virkra daga en það getur verið breytilegt milli kortafyrirtækja. Því miður getum við hjá Vefverslun NTC ekki haft áhrif á hraða og verklag kortafyrirtækja. Hafir þú greitt með Netgíró eða PEI verður krafan lækkuð um andvirði vörunnar.

 

Reglur NTC

Allar skilavörur verða að vera í nýjar, ónotaðar og með miðann fastan á. Skilavörum sem berast NTC skemmdar, óhreinar eða breyttar frá upprunalegu útliti verður ekki tekið við.

 

Upplýsingar fyrir endursendingu

NTC ehf.

B/t Vefverslun NTC

Kringlunni 4-12

103 Reykjavik